Ungir tónlistarnemar skipuleggja alþjólegt námskeið hér á landi.

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ungir tónlistarnemar skipuleggja alþjólegt námskeið hér á landi.

Kaupa Í körfu

ÞORGERÐUR Edda Hall fer fyrir hópi ungs fólks sem stofnaði Tónlistarhátíð unga fólksins sem var haldin í Salnum í fyrsta sinn í ágúst í fyrra. Ætlunin var að skapa vettvang þar sem tónlistarnemendur á hinum ýmsu stigum náms gætu komið saman og lært af frábærum listamönnum og haldið tónleika. Hátíðin tókst í alla staði vel, og meðal þess sem boðið var uppá, var námskeið í kvartettleik undir handleiðslu Sigurbjörns Bernharðssonar sem leikur með margverðlaunaða Pacifica-kvartettinum sem þykir einn besti strengjakvartett samtímans. MYNDATEXTI Þorgerður Edda Hall Útlendingum finnst spennandi að koma til Íslands, og af hverju þá ekki að halda svona námskeið hér? Þorgeður Edda gaf sér tíma til að líta upp frá sellóleiknum á æfingu hjá Sigurbirni Bernharðssyni fyrir helgi. Tónleikar kvartettanna verða í Kópavogskirkju annað kvöld kl. 20.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar