Leikskólakrakkar í Breiðholti í skrúðgöngu.

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikskólakrakkar í Breiðholti í skrúðgöngu.

Kaupa Í körfu

BÖRNIN á leikskólunum í Seljahverfi komu við á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í skrúðgöngu á sumarhátíð leikskólanna í gær. Heimilisfólkið kom út og hlustaði á börnin syngja nokkur lög við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins. Eldra fólkið kunni greinilega lögin og söng og klappaði með. Ekki mátti á milli sjá hvort börnin eða eldra fólkið hefði meira gaman af athöfninni. Síðan hélt skrúðgangan áfram, heim í leikskólana fimm þar sem börnin og foreldrar skemmtu sér saman. Sumarhátíðin var ágætis upphitun fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar