Fulltrúafundur Sjálfstæðismanna í Kópavogi

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fulltrúafundur Sjálfstæðismanna í Kópavogi

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var klofinn fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, sem í fyrrakvöld fól bæjarfulltrúum flokksins að semja um áframhaldandi samstarf við framsóknarmenn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það mjög verið orðum aukið hversu eindreginn stuðning Gunnar I. Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, fékk til áframhaldandi setu í því embætti. Hið rétta sé að fundarmenn hafi lýst ánægju með störf hans fyrir bæinn á undanförnum árum, en fundurinn hafi hins vegar verið algerlega klofinn í því hvort hann skyldi sitja eða víkja núna. MYNDATEXTI Vinsæll í Kópavogi Margir sjálfstæðismenn í Kópavogi vilja að persóna Gunnars víki fyrir áframhaldandi samstarfi við Framsókn. Óráð sé að slíta því nú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar