Leikskólakrakkar í Breiðholti í skrúðgöngu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Leikskólakrakkar í Breiðholti í skrúðgöngu

Kaupa Í körfu

... því lýðveldið Íslaaaaand... á afmæli í dag, sungu þeir Dúmbó og Steini fyrir margt löngu. Þessum orðum fylgdi svo hið fræga Hæ hó jibbíjeii og jibbííjeii og það er spurning hvort nokkurt annað lag muni nokkurn tíma ná viðlíka sessi í huga landsmanna. Í dag er 17. júní og því má búast við að lagið góða muni heyrast á mörgum útvarpsstöðvunum. Um allt land fagna Íslendingar afmæli lýðveldisins í skugga Icesave-umræðu, yfirvofandi skattahækkana og samdráttar. Erfitt ástand hefur þó aldrei aftrað íslenskri alþýðu frá því að skemmta sér konunglega og dagskráin um landið allt ber því sannarlega vitni. MYNDATEXTI Hátíð Leikskólakrakkar í Seljahverfi í Breiðholti tóku forskot á sæluna í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar