Úthlutun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara

Úthlutun úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara

Kaupa Í körfu

PÍANÓLEIKARINN, tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason hlaut styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í gær. Er þetta í annað sinn sem veitt er úr sjóðnum, en styrkirnir úr honum eru ætlaðir framúrskarandi tónlistarfólki. Ferilskrá Daníels er býsna tilkomumikil en þrátt fyrir ungan aldur hafa tónverk hans hafa verið flutt víða um heim. Þá hafa hæfileikar hans við hljómsveitarstjórn einnig fengið að njóta sín víða. Daníel er einn stofnenda Kammersveitarinnar Ísafoldar og starfar sem listrænn stjórnandi hennar. MYNDATEXTI Viðurkenning Daníel Bjarnason veitir styrknum viðtöku. Viðstaddur er Þórarinn Eldjárn, faðir Kristjáns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar