Ísland - Austurríki

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland - Austurríki

Kaupa Í körfu

ÞÓTT ég hafi lengi átt heima í Svíþjóð þá er ég Íslendingur og minn æðsti draumur er að leika með íslenska landsliðinu í handknattleik einhvern tímann á lífsleiðinni, segir Haukur Andrésson handknattleiksmaður sem dvalir hefur hér síðustu daga og æft með undirbúningsliði Íslands fyrir leikina í undankeppni Evrópumótsins. Haukur hlaut ekki náð fyrir augum Guðmundar Þórðar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, þegar kom að vali á endanlegum hóp sem tekur þátt í leikjunum. Haukur fékk þó nasanefinn af landsliðinu. Á þriðjudagskvöldið í síðustu viku lék Haukur með hinu svokallaða 2012 liði Íslands í vináttuleik við Austurríki í Valsheimilinu. MYNDATEXTI Landsliðið Haukur Andrésson klæddist íslenska landsliðsbúningnum í fyrsta skipti þegar 2012 lið Íslands mætti Austurríki að Hlíðarenda í síðustu viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar