Ísland - Makedónía

hag / Haraldur Guðjónsson

Ísland - Makedónía

Kaupa Í körfu

ÉG var mjög ánægður með leik okkar á öllum sviðum að þessu sinni, sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, eftir að Ísland lagði Makedóníu, 34:26, í Laugardalshöll í gær og tryggði sér þar með keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Austurríki í janúar á næsta ári þótt það eigi einn leik eftir í undankeppninni. Með sigrinum innsiglaði íslenska liðið annað af tveimur efstu sætum 3. riðils undankeppninnar. MYNDATEXTI Fögnuður Ísland tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í handknattleik með glæsilegum sigri á Makedóníu, 34:26, í troðfullri Laugardalshöll. Þórir Ólafsson, Sverre Jakobsson, Vignir Svavarsson og Guðjón Valur Sigurðsson fögnuðu innilega ásamt félögum sínum eftir að flautað var til leiksloka. Ísland, Noregur, Svíþjóð, Króatía, Þýskaland, Frakkland, Tékkland og Spánn hafa tryggt sér sæti í lokakeppninni ásamt Evrópumeisturum Dana og gestgjöfunum, Austurríkismönnum. Úrslit ráðast um sex síðustu sætin í lokaumferðinni á sunnudaginn. 2-3

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar