17 Júní ræða forsætisráðherra

17 Júní ræða forsætisráðherra

Kaupa Í körfu

Forsætisráðherra vonar að kreppan vari stutt og minnst verði þjóðar sem ekki lét draga úr sér kjark. Kjartan Magnússon sagði lýðræðið veikt og varaði við að þjóðin verði að ósekju hneppt í skuldaánauð. ÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra kallaði í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í gær eftir festu, samhug og raunsæi í viðureign við þá erfiðleika sem nú steðja að þjóðinni. Íslenskir útrásarvíkingar höfðu farið víða um í miklum græðgis- og óhófsham og skilið eftir sig rústir, sagði Jóhanna. Ágirnd hefði villt mönnum sýn. Ásamt andvaraleysi stjórnvalda hefði það leitt þeirra efnahagslegu hamfara sem á hafa dunið. Nú hæfist uppbyggingin, ný sjálfstæðisbarátta, á grunni gilda sem skapa myndu betra Ísland. MYNDATEXTI Í ræðustól Við erum að hefja nýja sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á grunni gilda sem skila okkur betra Íslandi og betri heimi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir meðal annars í ræðu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar