17 Júní 2009

17 Júní 2009

Kaupa Í körfu

EKKI voru allir komnir niður á Austurvöll til þess eins að fagna sjálfstæðisafmæli Íslendinga. Hópur fólks nýtti hátíðarhöldin til að mótmæla því sem því þykir betur mega fara og koma skoðunum sínum á framfæri. Mótmælandi gerði hróp að forsætisráðherra þegar hún fjallaði um Icesave-samningana í ræðu sinni. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns, voru saman komnir tíu til fimmtán mótmælendur en mótmæli þeirra fóru vel fram og voru með öllu friðsamleg. Það kom ekkert upp á, sagði Geir Jón en lögreglan hafði meiri viðbúnað í gær en oft áður á 17. júní í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Ekki reyndi á þennan viðbúnað og Geir Jón segir allt hafa farið hátíðlega og vel fram á Austurvelli í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar