Tónleikar á Arnarhóli 17. júní 2009

Heiðar Kristjánsson

Tónleikar á Arnarhóli 17. júní 2009

Kaupa Í körfu

ÞEGAR kvöldaði í Reykjavík hófst tónleikahald víða um miðbæinn. Gospeltónleikar fóru fram á Austurvelli þar sem Gospelkór Jóns Vídalíns og Herbert Guðmundsson voru meðal þeirra sem fram komu. Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur lék fyrir dansi í ráðhúsinu og Trúbatrix-tónleikar voru á Ingólfstorgi. Þar léku Elíza, Sigga Eyþórs, Fabula og Mysterious Marta ásamt fleirum. Á Arnarhóli voru haldnir stórtónleikar eins og siður er á þjóðhátíðardaginn. Þar komu meðal annarra fram sveitirnar Captain Fufanu, We Went to Space og Stórsveit Samúels Jóns. Sveitirnar sígildu Dúndurfréttir, Þú og ég og Mannakorn léku einnig fyrir vökulum eyrum gesta af sinni gamalkunnu list. MYNDATEXTI Harðir Dauðarokksveitin Discord fór hamförum á Austurvelli

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar