Malbikun á Landsbankareit

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Malbikun á Landsbankareit

Kaupa Í körfu

VIÐ erum bara að reyna að gera þetta aðeins huggulegra, við sjáum að þarna verður ekki byggt í einhvern tíma og ákváðum því að laga þetta til, segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Framkvæmdir hafa staðið yfir í vikunni á svæðinu þar sem áður stóð til að reisa höfuðstöðvar Landsbankans. Lóðin hefur verið notuð sem bílastæði og hefur Bílastæðasjóður því tekið sig til og malbikað. Óvíst er hversu lengi svæðið verður bílastæði en að sögn Kolbrúnar munu framkvæmdirnar að óbreyttu borga sig upp á sex árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar