Útskrift MA

Skapti Hallgrímsson

Útskrift MA

Kaupa Í körfu

MENNTASKÓLANUM á Akureyri var slitið í gær. Skólameistari, Jón Már Héðinsson, brautskráði 143 stúdenta. Flestir stúdentar útskrifuðust af félagsfræðibraut, 71, 24 af málabraut, 48 af náttúrufræðibraut, þar af 16 af eðlisfræðilínu og einn jafnframt af tónlistarkjörsviði listnámsbrautar. Að þessu sinni var ennfremur brautskráður fyrsti hópur nemenda, sem komu í skólann rakleitt úr 9. bekk grunnskóla. Í vetur voru nemendur skólans 726. Meðaleinkunn á stúdentsprófi var 7,44. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda og sérhver einkunn reiknast að lokum til stúdentsprófs. MYNDATEXTI Brosa Páll Pálsson ljósmyndari og hljómsveitarstjóri stillir upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar