Bæjarlistamaður Snæfellsbæjar

Alfons Finnsson

Bæjarlistamaður Snæfellsbæjar

Kaupa Í körfu

LISTA- og menningarnefnd Snæfellsbæjar útnefndi Veronicu Osterhammer mezzósópransöngkonu frá Brimilsvöllum bæjarlistamann Snæfellsbæjar árið 2009 í gær. Veronica hefur lagt mikið til tónlistarlífs í Snæfellsbæ á undanförnum árum. Hún byrjaði ung að syngja. Veronica er fædd í Þýskalandi og 17 ára gömul hóf hún söngnám þar úti. Veronica flutti til Íslands árið 1994 og hóf nám í tónlistarskóla Reykjavíkur. Árið 2005 hefur hún nám í Listaháskóla Íslands og lýkur því námi vorið 2008 með glæsilegum útskriftartónleikum þar sem færustu listamenn Íslands léku undir söng hennar. MYNDATEXTI Listamaður Þórdís Björgvinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Veronica Osterhammer og Guðrún Fríða Pálsdóttir við hátíðarhöldin í Snæfellsbæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar