Borgarlistamaður Reykjavíkur

Borgarlistamaður Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

STEINUNN Sigurðardóttir fatahönnuður var í gær útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2009. Það er menningar- og ferðamálaráð borgarinnar sem velur borgarlistamann ár hvert og það var Áslaug Friðriksdóttir, formaður ráðsins, sem gerði grein fyrir valinu við athöfn í Höfða í gær. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri afhenti Steinunni verðlaunin, sem eru ágrafinn steinn og heiðursskjal auk verðlaunafjár. Steinunn á að baki langan og farsælan feril sem tísku- og fatahönnuður og hafa verk hennar vakið athygli og hlotið viðurkenningar víða um heim. Hún var yfirhönnuður hjá Gucci, Calvin Klein og La Perla en stofnaði árið 2000 sitt eigið fyrirtæki, STEiNUNNI. Steinunn tileinkaði syni sínum, Alexander Viðari Pálssyni, verðlauninn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar