Hús á Álftanesi eyðilagt með beltagröfu

Heiðar Kristjánsson

Hús á Álftanesi eyðilagt með beltagröfu

Kaupa Í körfu

Um 180 fermetra einingahús með bílskúr og brunabótamatið um 50 millj. kr. Urðaði einnig bílinn og fékk kvikmyndatökumenn til að fylgjast með verkinu. HÚSEIGANDI á Álftanesi var handtekinn í gær og færður til skýrslutöku á lögreglustöð eftir að hann hafði stórskemmt húsið með gröfu og grafið bílinn sinn á lóðinni. Kvikmyndatökumenn tóku atburðinn upp að beiðni mannsins. Ég var inni í bílskúr og heyrði einhverja skruðninga. Þá stóð grafa upp úr miðju húsinu. Hann var búinn að rústa því og grafa bílinn sinn niður, segir Árni Már Björnsson, íbúi við Hólmatún, sem varð vitni að eyðileggingunni MYNDATEXTI Grafinn Maðurinn kom bíl sínum fyrir í holu á bílastæðinu og gróf yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar