Fundur í ráðherrabústað

Brynjar Gauti

Fundur í ráðherrabústað

Kaupa Í körfu

ÞEGAR Kaupþing féll í október síðastliðnum námu lánveitingar bankans til alls 130 starfsmanna vegna hlutabréfakaupa 47,3 milljörðum króna. Flest lánin voru veitt með þeim skilmálum að persónuleg ábyrgð starfsmannanna væri takmörkuð við tíu prósent af höfuðstól skuldarinnar. Þegar stjórn Kaupþings ákvað að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmannanna nam sú upphæð því tæpum 10,5 milljörðum króna. Tæpur helmingur þeirrar niðurfellingar, um 4,9 milljarðar króna, var niðurfelling á persónulegum ábyrgðum sjö þáverandi æðstu stjórnenda bankans. Samkvæmt því virðist langstærstur hluti lánanna hafa verið veittur fámennum hópi stjórnenda. Lagalega virðist ómögulegt að snúa við niðurfellingu á ábyrgðum starfsmannanna en þó hafa lánin enn ekki verið afskrifuð. MYNDATEXTI Aðal Á meðal stærstu skuldaranna voru Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar