Síldarævintýrið endurvakið

Albert Kemp

Síldarævintýrið endurvakið

Kaupa Í körfu

Á Stöðvarfirði hafa 12 einstaklingar opnað markað með alls konar handverk auk þess sem myndasýning frá síldarævintýrinu á Stöðvarfirði hangir uppi í einum sal húsins og í öðrum sal eru lifandi myndir frá vinnslu sjávarfangs. Þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði voru þær Sara Jakobsdóttir og Guðný Sigurjónsdóttir við afgreiðslu á markaðnum, en þeir sem sjá um markaðinn skiptast á að standa vaktina, en hann er opinn frá 10 til 16 alla daga. Ráðgert er að vera með uppákomur úti í sumar þegar vel viðrar og hefur hópurinn gert ráðstafanir með hljómlistarmönnum sem sjá munu um að skemmta fólki. MYNDATEXTI Á markaðnum Þær Sara Jakobsdóttir og Guðný Sigurjónsdóttir á vaktinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar