Listasafn Íslands - Kristján Guðmundsson

Listasafn Íslands - Kristján Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Íslenskir listamenn greiða tekjuskatt og útsvar af alþjóðlegum verðlaunum en kollegar þeirra á Norðurlöndunum ekki. Verðlaun Norðurlandaráðs skattfrjáls. Í MAÍLOK var tilkynnt að Kristján Guðmundsson myndlistarmaður hlyti í ár fyrstu verðlaun norrænu Carnegie-myndlistarverðlaunanna, fyrstur Íslendinga. Að launum fær hann um 17 milljónir íslenskra króna sem Margrét Þórhildur Danadrottning afhendir honum við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn í haust. Við eftirgrennslan á Norðurlöndunum kemur í ljós, að í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Danmörku eru Carnegie verðlaunin skattfrjáls en ekki á Íslandi. MYNDATEXTI Carnegie Skatturinn gerir norrænum listamönnum mishátt undir höfði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar