Gríman 2009

Gríman 2009

Kaupa Í körfu

Íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, voru veitt í sjöunda sinn í fyrrakvöld. Gríman er uppskeruhátíð sviðslistafólks og er óhætt að segja að leikrit Sigurðar Pálssonar, Utan gátta, hafi náð stærstri uppskeru þetta árið. Verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu, og auk þess að vera valið Sýning ársins, fékk Sigurður verðlaun sem leikskáld ársins, og Kristín Jóhannesdóttir fékk Grímu sem leikstjóri ársins fyrir leikstjórn verksins. Þar með var ekki allt upp talið, því Grímuna fyrir búninga ársins hlaut Gretar Reynisson fyrir búningana í Utan gátta og bætti um betur með því að næla sér í aðra Grímu fyrir leikmynd ársins Utan gátta, og Halldór Örn Óskarsson var aldeilis ekki utangátta við lýsingu Utan gátta, því hann hreppti líka Grímu fyrir sitt framlag til sýningarinnar. MYNDATEXTI Lilli klifurmús Árni Tryggvason tók lagið þegar þeir Viðar Eggertsson veittu verðlaun fyrir bestu barnasýningu ársins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar