Kvennamessa við Þvottalaugarnar

Kvennamessa við Þvottalaugarnar

Kaupa Í körfu

MIKIÐ var um dýrðir á kvenréttindadaginn sem var haldinn hátíðlegur í gær. Þá var þess minnst þegar konur fengu kosningarétt þann 19. júní árið 1915 og konur hvattar til frekari dáða. Opnuð var heimasíða sem tileinkuð er frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta og velgjörðasendiherra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðan, www.vigdis.is, hefur að geyma yfirlit um líf og störf Vigdísar ásamt ríkulegu myndasafni. MYNDATEXTI Þvottalaugarnar Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikaði í 19. júní messu Kvennakirkjunnar. Tónlist var flutt af Kór Kvennakirkjukvenna, Léttsveit Reykjavíkur, Ásdísi Þórðardóttur og Aðalheiði Þorsteinsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar