Spól - Burn Out

Skapti Hallgrímsson

Spól - Burn Out

Kaupa Í körfu

MIKIÐ var spólað á íþróttavallarsvæðinu á Akureyri í gærkvöldi og fjölmargir áhorfendur skemmtu sér konunglega; gúmmílykt fyllti vitin og líklega hefur enginn farið snemma að sofa í nágrenninu! Það sem þarna fór fram er á útlensku kallað burn out, e.t.v. voru einhverjir úrvinda eftir kvöldið og altjent einhverjir hjólbarðar útbrunnir. Margt hefur verið um aðkomumenn í höfuðstað Norðurlands síðustu daga, af ýmsum ástæðum, og verður áfram um helgina því margt er í boði. Að vanda dreif mikinn fjölda að vegna Skólahátíðar Menntaskólans á þjóðhátíðardaginn, m.a. voru gamlir MA-stúdentar áberandi en júbílantar fjölmenna jafnan á hátíð afmælisárganga 16. júní. MYNDATEXTI Tætum og tryllum Gríðarlegur fjöldi fólks fylgdist með sýningunni á Akureyrarvelli og hafði gaman af. Mest var klappað ef barði losnaði frá felgu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar