bæjarlíf - Ólafur Pétursson

Jónas Erlendsson

bæjarlíf - Ólafur Pétursson

Kaupa Í körfu

Þó að vorið hafi verið fremur kalt í Mýrdalnum lítur vel út með grassprettu á túnum og einn og einn kúabóndi er farinn að slá, sauðfjárbændur eru að ljúka við að koma fénaði sínum á fjall þar sem það verður næstu þrjá mánuði. ...Ólafur Pétursson á Giljum í Mýrdal varð 100 ára 12. júní og af því tilefni bauð hann til veislu á Hótel Höfðabrekku. Vel var mætt í veisluna eða hátt á annað hundrað manns enda Ólafur höfðingi heim að sækja. Ólafur flutti sjálfur ræðu þar sem hann rakti ævi sína í stórum dráttum. Sjónin hjá Ólafi er farin að daprast og má það teljast ótrúlegt minni að geta flutt hálftíma ræðu án þess að hafa nokkurt skrifað á blað eða annað til að styðjast við. MYNDATEXTI Stórafmæli Ólafur Pétursson fór yfir æviferil sinn í 100 ára afmælisveislu sinni. Barnabarn Ólafs, Ólafur Þ. Gunnarsson, heldur á hljóðnemanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar