Ísland - Holland

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland - Holland

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er slæmt ástand hjá Lyn eins og hjá mjög mörgum norskum liðum. Félagið hefur farið fram á við alla lánardrottna að bíða með að fá greiðslur, sagði landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, við Morgunblaðið í gær. Oslóarliðið stendur afar höllum fæti fjárhagslega. Það skuldar á bilinu 10-14 milljónir norskra króna, jafngildi 200-380 milljóna íslenskra króna, og ekki er það til að bæta ástandið að liðið situr á botni deildarinnar hefur aðeins náð að vinna einn af 13 leikjum sínum. Lyn þarf að fara í blóðugan niðurskurð, lækka laun, semja við lánardrottna og selja leikmenn. MYNDATEXTI Varnarmaður Indriði Sigurðsson leikmaður norska liðsins Lyn er hér í baráttunni gegn Hollendingnum Robin van Persie á Laugardalsvelli

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar