Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

HANNA Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, landaði fyrsta laxi sumarsins í Elliðaánum klukkan hálfátta í gærmorgun. Samkvæmt hefð hóf borgarstjórinn veiðar í Sjávarfossi, og naut aðstoðar Ásgeirs Heiðars, sem er margreyndur leiðsögumaður. Þrátt fyrir að lax hafi sést af og til í fossinum á síðustu vikum, þá sýndu laxar maðkinum lítinn áhuga þar að þessu sinni. Ásgeir Heiðar lagði þá til að gengið yrði niður að Breiðu, neðst í ánum, en þar hafði hann séð fisk. Borgarstjóri óð þar út í ána og innan skamms tók laxinn. MYNDATEXTI Gusugangur Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiddi fyrsta lax sumarsins í Elliðaánum í háfinn hjá Ásgeiri Heiðari leiðsögumanni. Borgarstjórinn setti í laxinn á Breiðunni, rétt fyrir klukkan hálfátta í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar