Stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins funda

Stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins funda

Kaupa Í körfu

ÞEGAR fulltrúar ASÍ og SA mættu til fundar við ráðherra ríkisstjórnarinnar, fulltrúa sveitarfélaga og lífeyrissjóða í stjórnarráðinu kl. 21 í gærkvöld, höfðu aðilar vinnumarkaðarins þegar gengið frá drögum að samkomulagi sín í milli. Drögin fela það í sér, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að samkomulag hefur tekist um launalið kjarasamninganna til 1. nóvember nk. Jafnframt voru aðilar vinnumarkaðarins ásáttir um þá tímaáætlun sem þurfi að vinna eftir frá 1. júlí nk. til 1. nóvember nk. til þess að ná vaxtastiginu niður í eins stafs tölu og styrkja gengi krónunnar. MYNDATEXTI Fundað Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins funduðu stíft í gærkvöldi. Fundi lauk rétt fyrir miðnætti. Stefnt er á myndun stöðugleikasáttmála í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar