Athafnasvæði Atlantsskipa í Hafnarfirði
Kaupa Í körfu
Á ANNAÐ hundrað vinnuvélar og bílar eru á geymslusvæði við Hafnarfjarðarhöfn. Flestar eru vélarnar á tveimur lóðum sem Lýsing hf. hefur leyst til sín, frá Atlantsskipum og Mest. Á annarri lóðinni voru geymdir bílaleigubílar í vetur. Nú eru þeir komnir í notkun um land allt en í staðinn hafa komið gröfur af ýmsum gerðum og stærðum, dráttarbílar, námabílar, vagnar, malarvinnslustæki, lyftarar og steypubílar, svo nokkuð sé nefnt úr þessari fjölbreyttu tækjaflóru. Einhver tæki eru merkt verktakafyrirtækinu Klæðningu en eins og fram kom á sínum tíma tók Lýsing til sín um fjörutíu tæki sem fyrirtækið notaði við verk sín vegna greiðsluerfiðleika Klæðningar. Ekki fengust upplýsingar hjá Lýsingu í gær um áform fyrirtækisins, meðal annars um það hvort til stæði að selja eitthvað af þessum tækjum úr landi
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir