Bæjarlíf - Djúpivogur

Andrés Skúlason

Bæjarlíf - Djúpivogur

Kaupa Í körfu

Þann 1. júní sigldi fyrsta skemmtiferðaskipið inn spegilsléttan Berufjörðinn á þessu sumri og stigu gestir brosandi á land við Djúpavogshöfn þar sem unnið hefur verið að endurbótum á gömlu bryggjunni, m.a. vegna mótttöku skemmtiferðaskipa. Stór hluti farþega voru skoskir ferðamenn sem sjá mátti á bryggjunni þar sem sekkjapípuleikari lék við hvern sinn fingur fyrir gesti og gangandi. Ferðasumarið hefur farið með ágætum af stað en búist er við góðri aðsókn á svæðið eins og undanfarin sumur og hafa bókanir verið góðar í gistingu á Djúpavogi og í nágrenni. MYNDATEXTI Leikið af hjartans lyst Sekkjapípuleikari, niðursokkinn í hljóðfæraleikinn, á bryggju í Djúpavogshöfn við komu skemmtiferðaskips.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar