Bæjarvinnan

Bæjarvinnan

Kaupa Í körfu

SUMARSTARFSMENN Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að reyta upp hóffífla í Hljómskálagarðinum. Hóffíflar, eða hófblöðkur, þykja ansi skæðir og hvimleiðir þegar þeir standa í samkeppni við sumarblómin eða annan gróður í beðum Hljómskálagarðsins. Þeir fá þó að lifa á öðrum stöðum, líkt og fíflar og njólar, eða annað svokallað illgresi. Guðný Olgeirsdóttir, garðyrkjuverkstjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að í raun sé illgresi einfaldlega plöntur á óæskilegum stöðum. Í Hljómskálagarðinum eru hóffíflarnir stungnir upp og reynt að ná rótinni með. Ekkert eitur er notað í baráttu borgarinnar við illgresi, að sögn Guðnýjar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar