Nesstofa

Nesstofa

Kaupa Í körfu

Í DAG kl. 15.30 gengur Nathalie Jacquemintet forvörður með gestum um Nesstofu á Seltjarnarnesi og fjallar um ólíkar leiðir og aðferðir við varðveislu gamalla húsa. Nesstofa var byggð á árunum 1761-1767 sem embættisbústaður landlæknis. Nýlega lauk á vegum Þjóðminjasafns viðamiklum viðgerðum á eystri hluta Nesstofu en áður hefur safnið staðið að endurgerð á vestari hluta hússins. Nesstofa er opin alla daga í sumar á milli klukkan 13 og 17 og er aðgangur ókeypis. Reglulega verður boðið upp á leiðsögn um stofuna og dagskrá sumarsins má finna á www.laekningaminjasafn.is.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar