Breiðablik- Þór/KA
Kaupa Í körfu
LOKALEIKUR 9. umferðar Pepsideildar kvenna í knattspyrnu fór fram í gær þegar Þór/KA tók á móti KR. Heimaliðið hafði aldrei unnið KR í kappleik fram að leiknum í gær, en þar varð breyting á, því norðanstúlkur hrósuðu sigri, 2:1. Fyrsta mark leiksins kom strax á 4. mínútu þegar Silvía Rán Sigurðardóttir skallaði í netið eftir góða fyrirgjöf, glæsilegt mark. Þór/KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst í 2:0 á 16. mínútu þegar Mateja Zver lék laglega á vörn KR og skoraði annað mark heimaliðsins. Staðan var 2:0 í hálfleik, en KR-ingar komu sterkari til leiks í síðari hálfleik. Þær náðu þó ekki að uppskera mark fyrr en á 85. mínútu, þegar Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom boltanum í netið eftir aukaspyrnu. Endurkoma KR kom þó of seint, og Þór/KA fagnaði sínum fyrsta sigri gegn KR. Liðið er því með 16 stig í 4. sæti, en KR er í 6. sæti með 10 stig þegar mótið er hálfnað. MYNDATEXTI Silvía Rán Sigurðardóttir
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir