Stóðrétt

Ásdís Haraldsdóttir

Stóðrétt

Kaupa Í körfu

MARGIR lögðu leið sína í Víðidalstungurétt á laugardaginn til að fylgjast með réttarstörfum. Talið er að um 800 hross hafi verið í réttinni. Er hún talin vera ein hrossflesta rétt á landinu en stundum hafa hross verið fleiri þar en að þessu sinni. Hrossin komu sílspikuð og glansandi af heiðinni og hafa greinilega haft það gott í sumar. Mannfólkið naut veðurblíðunnar og spáði í hrossin og víst er að einhverjir fóru heim einu hrossi eða svo ríkari. Almennt séð var veðurfar á fjöllum með albesta móti í sumar og er það mál manna að sjaldan eða aldrei hafi búpeningur komið jafn vænn til byggða að hausti og einmitt núna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar