Sögusýning lögreglunnar

Sverrir Vilhelmsson

Sögusýning lögreglunnar

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN er ein elsta og rótgrónasta stofnun þjóðfélagsins og nú er þess minnst að tvær aldir eru liðnar frá því einkennisklæddir lögregluþjónarnir sáust fyrst á götum Reykjavíkur. Löggæsla er þó mun eldra fyrirbæri en 200 ára afmæli hins einkennisklædda lögregluþjóns gefur til kynna. "Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eigi eyða," er haft eftir Njáli á Bergþórshvoli, þeim mikla lögspekingi, og víst er að Íslendingar hafa reynt að hafa þau orð í heiðri allt frá upphafi landnáms, þótt aðferðir og aðstaða til að framfylgja lögum hér fyrr á öldum hafi verið æði frábrugðnar því sem við þekkjum nú til dags. MYNDATEXTI: Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn við einkennisbúninginn frá 1803, sem fyrstu lögregluþjónarnir í Reykjavík klæddust. Til hægri má sjá klæðnað íslenskra lögregluþjóna í upphafi 21. aldar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar