Sumarbyggð í Súðavík

Helgi Bjarnason

Sumarbyggð í Súðavík

Kaupa Í körfu

ÉG hjálpa þeim til að veiða stærsta fisk sem þeir hafa nokkru sinni veitt, segir Matthias Brill, fiskileiðsögumaður hjá Sumarbyggð í Súðavík. Hann tekur á móti hópum erlendra sjóstangveiðimanna og miðlar þeim af reynslu sinni. Matthias er póstmaður í Kassel í Hessen í Þýskalandi. Þótt héraðið hans sé þekktara fyrir kirsuberjatré en fiskveiðar er hann forfallinn veiðimaður og hafði farið í sjóstangveiði til Noregs og Danmerkur, auk heimalandsins, áður en hann kom til Íslands í fyrsta erlenda ferðamannahópnum sem kom til sjóstangveiða á vegum Sumarbyggðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar