Kofasmiðir

Helgi Bjarnason

Kofasmiðir

Kaupa Í körfu

FIMM ungir menn á Ísafirði eru að ljúka smíði kofa á smíðavellinum á Ísafirði. Kofinn er hinn myndarlegasti, með háu risi og er lang-veglegasta húsið á svæðinu. Kofar af þessu tagi eru yfirleitt rifnir á haustin og það urðu örlög kofa sem þeir smíðuðu í fyrrasumar. Strákarnir sjá svolítið eftir honum því hann var þriggja hæða og enn stærri en sá sem nú er risinn. Smiðirnir ætla að forða nýja kofanum undan bæjarvinnunni og hafa fengið leyfi til að flytja hann heim í garðinn til eins úr hópnum. Við ætlum að prófa að setja rafmagn í kofann, mála og gera hann regnheldan. Síðan ætlum við að gista í honum, sagði einn úr hópnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar