BYR sparisjóður

BYR sparisjóður

Kaupa Í körfu

SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hafnaði í gær kröfu fjórtán stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði um lögbann á stjórnarsetu Matthíasar Björnssonar í sparisjóðnum. Matthías var þriðji maðurinn á B-listanum sem bar sigur úr býtum á aðalfundi Byrs hinn 13. maí. Stofnfjáreigendurnir töldu að hann sæti í krafti meirihluta sem ekki væri löglega kjörinn. Þeir héldu því fram að Ágúst Ármann hefði greitt atkvæði á aðalfundinum með ólögmætu umboði frá Kaupþingi í Lúxemborg vegna stofnfjárhluta í eigu Karenar Millen. Niðurstaða sýslumanns var reist á því að stofnfjáreigendurnir hefðu ekki lögvarða hagsmuni af því að krefjast lögbanns á setu Matthíasar, þótt umboð Ágústs kynni að hafa verið ólögmætt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar