Ísland - Slóvakía

hag / Haraldur Guðjónsson

Ísland - Slóvakía

Kaupa Í körfu

BIRKIR Bjarnason stóð sig sannarlega vel með liði sínu Viking sem vann Lilleström 4:2 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Birkir kom Viking í 1:0 á elleftu mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu og jók síðan muninn í 3:1 korteri fyrir leikslok. Hann lék að vanda allan leikinn og var í stöðu sóknarsinnaðs miðjumanns. Með sigrinum komst Viking upp fyrir Íslendingaliðið Brann og í sjöunda sæti deildarinnar en liðið er þó fjórtán stigum á eftir Rosenborg sem enn hefur ekki tapað leik. MYNDATEXTI Tvö Birkir Bjarnason var drjúgur með liði Viking í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar