Fram - Grindavík

Fram - Grindavík

Kaupa Í körfu

Eitt lítið feilspor varnarmanns Grindavíkur í framlengingu og jafngóð tilþrif markahróksins Hjálmars Þórarinssonar þegar hann gernýtti sér það þurfti til að Fram kæmist í 8 liða úrslit bikarkeppninnar þegar liðin áttust við í Laugardalnum í gærkvöldi. Leikurinn var ágætur á að horfa þó áhorfendur vildu sjá fleiri færi og bæði léku oft á tíðum lipurlega en að því er ekki spurt, heldur hver skorar fleiri mörk og það gerði Fram með 1:0 sigri. MYNDATEXTI Návígi Sylvain Soumare hjá Grindavík og Framarinn Daði Guðmundsson eigast við í leiknum á Laugardalsvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar