Meistaramót Íslands - Frjálsar íþróttir

Meistaramót Íslands - Frjálsar íþróttir

Kaupa Í körfu

Hrútfirska hamhleypan Helga Margrét Þorsteinsdóttir átti góðu gengi að fagna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Hún tryggði sínu liði Ármanni fjölmörg stig með sigri í þremur greinum; 100 metra grindahlaupi, 100 metra hlaupi og hástökki, auk þess að vinna til silfurverðlauna í kúluvarpi og bronsverðlauna í langstökki. Þá var hún í boðhlaupssveitum Ármanns sem fengu bronsverðlaun í 4x100 og 4x400 metra boðhlaupum, og ljóst að fjölþrautakonan er í frábæru formi. MYNDATEXTI Ráðabrugg Helga Margrét Þorsteinsdóttir ræðir málin við Stefán Jóhannsson þjálfara sinn og regnhlífin kemur að góðum notum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar