Meistaramót Íslands - Frjálsar íþróttir

Meistaramót Íslands - Frjálsar íþróttir

Kaupa Í körfu

Jóhanna Ingadóttir fékk flest stig allra á Meistaramótinu fyrir frammistöðu í einni grein eins og fram kemur á forsíðu íþróttablaðsins. FH-ingarnir Óðinn Björn Þorsteinsson og Bergur Ingi Pétursson deila hins vegar þeim heiðri að hafa fengið flest stig í karlaflokki. Óðinn fékk 1.018 stig fyrir að varpa kúlu 18,30 metra sem er tæpum metra frá hans besta kasti, og Bergur Ingi fékk sama stigafjölda fyrir að kasta sleggju 69,78 metra eins og sagt er frá hér að ofan, en stigin eru reiknuð út frá stigatöflu IAAF. Óðinn vann einnig sigur í kringlukasti og kastaði þar lengst 51,81 metra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar