Blaðamannafundur um bankamál í Þjóðmenningarhúsinu

Blaðamannafundur um bankamál í Þjóðmenningarhúsinu

Kaupa Í körfu

MIÐAÐ við áætlanir sem nýju bankarnir hafa gert og Fjármálaeftirlitið (FME) yfirfarið, er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall bankanna, eftir að eiginfjárframlag frá ríkinu hefur skilað sér, verði a.m.k. 16 prósent. Miðað við það mun íslenska ríkið leggja bönkunum til 280 milljarða í stað 385 milljarða sem áætlað var í upphafi. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær að miðað við álagspróf sem gerð hefðu verið á bönkunum út frá fjórum sviðsmyndum, ættu bankarnir að geta þolað djúpa kreppu. MYNDATEXTI Josefsson Segir ríkið þurfa að hafa skýra eigendastefnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar