Færir óhræddur út kvíarnar í kreppunni

Ólafur Bernódusson

Færir óhræddur út kvíarnar í kreppunni

Kaupa Í körfu

Það er enginn kreppu-barlómur í yngsta verktakanum á Skagaströnd. Hann færði nýlega út kvíarnar með því að festa kaup á nýju atvinnutæki og réð til sín mann í vinnu. Stefán Velemir er 15 ára gamall og hefur undanfarin þrjú sumur tekið að sér að slá garða fyrir fólk í bænum með lítilli bensínsláttuvél. Hafa margir nýtt sér þessa þjónustu Stefáns sem hefur verið ódýr, vel unnin og áreiðanleg. Nú nýverið var orðið svo mikið að gera hjá sláttuþjónustu Stefáns að hann festi kaup á nýrri afkastamikilli 18 hestafla sláttuvél sem hann getur setið á. MYNDATEXTI Framtakssemi Stefán með atvinnutækið ásamt Róbert Ingvarssyni, sem sér um að koma grasinu í stóra poka, sem síðan eru fjarlægðir með kranabíl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar