Ungir veiðimenn í Elliðaánum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ungir veiðimenn í Elliðaánum

Kaupa Í körfu

ATHUGULIR vegfarendur tóku eftir stórum hópi barna og unglinga á bökkum Elliðaánna síðastliðið sunnudagskvöld. Þau voru ekki öll með færi úti í á sama tíma, sum nutu þess að vaða um í vöðlum og stígvélum, önnur léku sér á bakkanum á meðan enn önnur stóðu einbeitt, renndu maðki eða köstuðu flugu. Hjalti Þór Björnsson, formaður fræðslunefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR), sagði þetta árlega hefð að félagið byði yngstu félögum sínum til veiða í ánni. MYNDATEXTI Fögnuður Sigurður Brynjar Guðlaugsson var sæll með laxinn. Elmar Ingi, bróðir hans, fékk maríulaxinn sinn rétt áður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar