Róið í viku í Boot camp

Róið í viku í Boot camp

Kaupa Í körfu

VIÐ erum á leiðinni á American Style og reiknum með að fá okkur einn hamborgara eða svo, sagði Arnaldur Birgir Konráðsson sem í félagi við sex aðra lauk róðrarátakinu 7x7 í líkamsræktarstöðinni Boot Camp klukkan 13 í gær. Átakið fólst í því að sjömenningarnir skiptust á um að róa í róðrarvél, viðstöðulaust í sjö sólarhringa. Róið var í klukkustund í senn þannig að hver ræðari fékk sex klukkustunda hvíld á milli róðra. MYNDATEXTI Koma svo Ágúst (í rauðum bol) rembist við róðurinn. Meðan á átakinu stóð reru um 100 manns sjömenningunum til samlætis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar