Síló sett á pramma

Síló sett á pramma

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hefur verið líf og fjör við gömlu höfnina í Reykjavík síðustu daga. Starfsmenn Vélsmiðjunnar Héðins hafa unnið að því að taka niður 10 stóra mjöltanka og annan búnað fiskimjölsverksmiðjunnar í Örfirisey og flytja um borð í norskan pramma. Norskur dráttarbátur er einnig kominn til landsins og hann mun draga prammann til Vopnafjarðar, þar sem búnaðurinn verður settur upp í nýrri loðnubræðslu, sem HB Grandi er að reisa þar. MYNDATEXTI Risatankar Mjöltankarnir eru hífðir um borð í prammann með stórum krönum. Þeir eru engin smásmíði, því hver þeirra er 22 metrar á hæð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar