Gæs og fjórir ungar

Jón Sigurðsson

Gæs og fjórir ungar

Kaupa Í körfu

Nú eins og mörg síðustu árin hefur grágæsin SLN sem mun vera frægasta gæs Blönduóss skilað af sér ungum í hagana við Héraðshælið. Gæsin hefur ætíð komið heim á Blönduós í kringum 14. apríl ár hvert og þá alltaf á lóðina við Hælið. SLN er að öllum líkindum síðasti fulltrúi þeirra gæsa sem merktar voru á Blönduósi árið 2000. Margir eru á því að merkja þurfi gæsirnar á ný til að fylgjast megi með ferðum þeirra og hegðunarmynstri því þó að margir elski að hata þær fyrir að skíta á almannafæri eru mjög margir sem hafa gaman af að fylgjast með atferli þeirra. MYNDATEXTI Grágæsin SLN heldur tryggð við Héraðshælið og lætur sláttuvélar lítt trufla sig í uppeldinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar