Íslensku glæpasagnaverðlaunin

Heiðar Kristjánsson

Íslensku glæpasagnaverðlaunin

Kaupa Í körfu

BLÓÐDROPINN, íslensku glæpasagnaverðlaunin, var í gær afhentur Ævari Erni Jósepssyni fyrir bók hans Land tækifæranna sem kom út í fyrra. Athöfnin fór fram á Borgarbókarsafninu þar sem rithöfundurinn tók við viðurkenningunni og ávarpaði gesti. Í kjölfar þessa vonast útgefandinn til að bókin verði tilnefnd til Glerlykilsins, skandinavískra bókmenntaverðlauna fyrir glæpasögur. Ævar hefur tvisvar hlotið tilnefningu þar áður fyrir bækur sínar Blóðberg og Svarta engla. Báðar hafa þær komið út í Danmörku en Blóðberg kemur einnig út í Þýskalandi í september. MYNDATEXTI Vinningshafinn Ævar Örn passaði sig á því að vera stuttorður vegna þess að hann vildi síður missa af vikulegri spurningakeppni sem fer fram á föstudögum á Grand Rokk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar