Landsmót UMFÍ

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Landsmót UMFÍ

Kaupa Í körfu

VEÐRIÐ lék áfram við keppendur og gesti á Landsmótinu á Akureyri í gær. Hafist var handa snemma að morgni við ýmsa boltaleiki, skyttur vígbjuggust einnig snemma á skotsvæðinu á Glerárdal og síðan bættist hver greinin af annarri við. Áhorfendur voru töluvert margir víða en hápunkti var náð á hinum nýja og glæsilega íþróttaleikvangi í Glerárhverfi í gærkvöldi þegar formleg setningarhátíð mótsins var haldin. MYNDATEXTI Örugg með gullið Erla Dögg Haraldsdóttir syndir til sigurs í 100 metra bringusundinu í norðlenskri sól í gær. Vitað mál var að hún og unnusti hennar, Árni Már Árnason, bæði úr UMFN, væru lang sigurstranglegustu og þau létu verkin tala.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar