Minjasafnið á Burstafelli

Atli Vigfússon

Minjasafnið á Burstafelli

Kaupa Í körfu

Það var engu líkara en menn væru komnir meira en hundrað ár aftur í tímann þegar gestir heimsóttu Minjasafnið á Burstafelli á safnadeginum. Fjöldi gesta sótti safnið heim sem fylgdust áhugasamir með öllu því sem um var að vera. Það voru heimamenn úr héraði sem sáu um að skapa aldrúmsloft liðins tíma. Spennandi er fyrir safngesti að sjá gamlar vinnuaðferðir glæddar nýju lífi. Það eru ekki allir sem vita hvernig á að strokka smjör, vinna með hrosshár, prjóna á prjónavél, slá með orfi og ljá, smíða skeifur, vinna að ullarlitun, leika sér í hornabúi, heyja, raka í garða, bjóða í nefið eða annað sem tengist búskap frá gömlu árunum. MYNDATEXTI Börnin í bænum höfðu mörgu að sinna í tilefni dagsins. Hér eru þau með kálf sem var til sýnis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar