Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

SAMKOMULAG er milli þingflokkanna um að ljúka í dag umræðu og atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Við upphaf umræðunnar í gær voru átján þingmenn á mælendaskrá en undir miðnætti þegar leið að frestun fundar voru þeir fimmtán. Talsmenn allra flokka munu ljúka umræðunni með 20 mínútna ræðum síðdegis og síðan verða tillögur bornar undir atkvæði. MYNDATEXTI Spjallað Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, fyrir miðju, ræðir við formann sinn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, og Árna Þór Sigurðsson, þingmann Vinstri grænna, í sölum Alþingis í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar