Sigrídur Thorlacius og hljómsveit.

Jakob Fannar Sigurðsson

Sigrídur Thorlacius og hljómsveit.

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er leyndarmál af hverju Sigríður Thorlacius, kölluð Sigga, og hljómsveitin Heiðurspiltar ákváðu að taka upp plötu með völdum lögum eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Í bili, að minnsta kosti, þar til platan kemur út í ágúst en þessa dagana er verið að leggja lokahönd á hana, hljóðblanda og hanna umslag meðal annars. Heiðurspiltar eru bræðurnir Guðmundur Óskar (úr Hjaltalín) og Sigurður (úr Hjálmum) Guðmundssynir og Daníel Friðrik Böðvarsson og Magnús Trygvason Eliassen úr Moshes High Tower. MYNDATEXTI Sigga og Heiðurspiltar Sigríður Thorlacius með þeim Sigurði Guðmundssyni, Magnúsi Tryggvasyni Eliassen og Guðmundi Óskari Guðmundssyni í Hljóðrita í gær þar sem verið var að snurfusa nýju plötuna, Á Ljúflingshóli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar